Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:14 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Mynd/Skjáskot Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent