Bjuggust við fleirum í strætisvagninn til Eyja Sigtryggur Ari og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. ágúst 2018 10:00 Farþegar stigu spenntir um borð í vagn númer 52. Vísir/Sigtryggur Ari „Við héldum að það yrðu það margir á leið í strætóinn í Landeyjahöfn að við mættum 40 mínútum fyrir brottför,“ sögðu vinkonurnar Vigdís Kristín Rohleder og Stefanía Helga Sigurðardóttir sem voru mættar í Mjóddina vel tímanlega fyrir áætlaða brottför strætisvagns númer 52 í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn áttu Vigdís og Stefanía bókað far með Herjólfi til Eyja þar sem þær ætluðu á Þjóðhátíð. Báðar er þær nýorðnar nítján ára gamlar. Hvorug þeirra hefur farið áður á Þjóðhátíð og kváðust mjög spenntar að fara. Fimmtán mínútum fyrir brottför voru aðeins sex manns að bíða eftir strætisvagninum en rétt fyrir brottför hafði hópurinn stækkað upp í ríflega tuttugu. „Vinir okkar eru þegar komnir út í Eyjar og tóku fyrir okkur tjöldin og ýmislegt annað. Ég held reyndar að margir hafi annaðhvort ekið sjálfir í Landeyjahöfn eða hreinlega fengið einhvern til þess að skutla sér,“ sagði Vigdís. Auk Þjóðhátíðar í Eyjum eru fjölmargar útihátíðir um allt land nú um helgina að venju. Þær helstu eru Neistaflug í Neskaupstað, Norðanpaunk á Laugarbakka, Innipúkinn í Reykjavík, Halló Akureyri, Mýrarbolti í Bolungarvík, Sæludagar í Vatnaskógi, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð og Flúðir um versló.Stefanía Helga Sigurðardóttir og Vigdís Kristín Rohleder í miklu stuði.Vísir/Sigtryggur AriÞá er ótalið Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn þar sem búist er við margmenni í miklu stuði. Kort af úthátíðum helgarinnar er á á síðu 12. Suðurlandsvegi var lokað við Landvegamót, austan við, um klukkan þrjú í gær vegna umferðarslyss og ekki opnaður aftur fyrr en rúmum tveimur tímum síðar. Ökumönnum var beint um hjáleið og olli slysið nokkrum töfum á umferð. Um var að ræða árekstur bifhjóls og jepplings. Slasaðist einn bifhjólamaður töluvert en annar minna. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Við héldum að það yrðu það margir á leið í strætóinn í Landeyjahöfn að við mættum 40 mínútum fyrir brottför,“ sögðu vinkonurnar Vigdís Kristín Rohleder og Stefanía Helga Sigurðardóttir sem voru mættar í Mjóddina vel tímanlega fyrir áætlaða brottför strætisvagns númer 52 í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn áttu Vigdís og Stefanía bókað far með Herjólfi til Eyja þar sem þær ætluðu á Þjóðhátíð. Báðar er þær nýorðnar nítján ára gamlar. Hvorug þeirra hefur farið áður á Þjóðhátíð og kváðust mjög spenntar að fara. Fimmtán mínútum fyrir brottför voru aðeins sex manns að bíða eftir strætisvagninum en rétt fyrir brottför hafði hópurinn stækkað upp í ríflega tuttugu. „Vinir okkar eru þegar komnir út í Eyjar og tóku fyrir okkur tjöldin og ýmislegt annað. Ég held reyndar að margir hafi annaðhvort ekið sjálfir í Landeyjahöfn eða hreinlega fengið einhvern til þess að skutla sér,“ sagði Vigdís. Auk Þjóðhátíðar í Eyjum eru fjölmargar útihátíðir um allt land nú um helgina að venju. Þær helstu eru Neistaflug í Neskaupstað, Norðanpaunk á Laugarbakka, Innipúkinn í Reykjavík, Halló Akureyri, Mýrarbolti í Bolungarvík, Sæludagar í Vatnaskógi, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð og Flúðir um versló.Stefanía Helga Sigurðardóttir og Vigdís Kristín Rohleder í miklu stuði.Vísir/Sigtryggur AriÞá er ótalið Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn þar sem búist er við margmenni í miklu stuði. Kort af úthátíðum helgarinnar er á á síðu 12. Suðurlandsvegi var lokað við Landvegamót, austan við, um klukkan þrjú í gær vegna umferðarslyss og ekki opnaður aftur fyrr en rúmum tveimur tímum síðar. Ökumönnum var beint um hjáleið og olli slysið nokkrum töfum á umferð. Um var að ræða árekstur bifhjóls og jepplings. Slasaðist einn bifhjólamaður töluvert en annar minna.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira