Stjörnuspá Siggu Kling – Hrúturinn: Ekki bíða endalaust eftir rétta augnablikinu 3. ágúst 2018 09:00 Elsku Hrúturinn minn, þvílíkt magnaðir tímar eru framundan hjá þér, þú munt kjósa að vera beinskeyttur svo allir muni skilja hvað þú vilt. Það eru margir þarna úti sem hafa valið sér hundleiðinlega vinnu og myndað sér falskt öryggi í kringum sig, en lífið mun ekki finna þig ef þú ákveður ekki sjálfur hver lífsbraut þín á að vera. Ekki bíða endalaust eftir rétta augnablikinu því þá verður biðin endalaus. Þú ert sú manneskja sem getur flutt fjöll og gert kraftaverk um leið og þú stendur upp. Ein merkileg dæmisaga um hvernig veröldin vinnur er þegar ég var að keyra móður mína sáluga frá góðum heilara. Dóttir mín Ljónið var einnig í bílnum og mamma sagði, það er ekkert að gerast þetta var bara algjört prump að fara til þessa heilara. Þá sagði dóttir mín: „Amma mín þú verður að trúa á þetta því trúin flytur fjöll“ og á nákvæmlega þessu augnabliki á ljósum á Miklubrautinni stöðvaðist risastór flutningabíll og á honum stóð TRÚIN FLYTUR FJÖLL (Við flytjum allt annað). Ég veit þetta er ótrúlegt en svona er lífið fullt af skilaboðum svo taktu betur eftir táknunum allt í kringum þig þannig að þú flytjir fjöll og það er ekkert annað í stöðunni. Þú heldur þú þarfnist stöðugrar hvatningar og ferð ofan í holu og lætur þér leiðast, hversu þreytandi ert það? Þú þarft að læra að loka holunni og nota óþolinmæði þína til að hrinda lífinu í af stað. Þolinmæði getur þó líka verið galli því þá er maður alltaf að bíða og bíða eftir að að eitthvað gerist í stað þess að framkvæma. Í ástinni ertu óútreiknanlegur, stundum svo ástúðlegur en næsta dag svo fráhrindandi og kaldur sem gerir það að verkum að það er ekki hægt að reikna þig út. Þú ert snillingur í að greina aðalatriði frá aukaatriðum og hefur hinn sterka Mars sem plánetu þína sem gefa þér ástríður fyrir lífinu og skap og þor til að segja það sem þú vilt. Þú ert á rosalega góðu tímabili svo hættu að væla, haltu áfram að vera ákafur því það er svo smitandi kraftur.Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona, Guðbjörn Alexander Kling fótboltamaður, Theresa Rodriguez listamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Hrúturinn minn, þvílíkt magnaðir tímar eru framundan hjá þér, þú munt kjósa að vera beinskeyttur svo allir muni skilja hvað þú vilt. Það eru margir þarna úti sem hafa valið sér hundleiðinlega vinnu og myndað sér falskt öryggi í kringum sig, en lífið mun ekki finna þig ef þú ákveður ekki sjálfur hver lífsbraut þín á að vera. Ekki bíða endalaust eftir rétta augnablikinu því þá verður biðin endalaus. Þú ert sú manneskja sem getur flutt fjöll og gert kraftaverk um leið og þú stendur upp. Ein merkileg dæmisaga um hvernig veröldin vinnur er þegar ég var að keyra móður mína sáluga frá góðum heilara. Dóttir mín Ljónið var einnig í bílnum og mamma sagði, það er ekkert að gerast þetta var bara algjört prump að fara til þessa heilara. Þá sagði dóttir mín: „Amma mín þú verður að trúa á þetta því trúin flytur fjöll“ og á nákvæmlega þessu augnabliki á ljósum á Miklubrautinni stöðvaðist risastór flutningabíll og á honum stóð TRÚIN FLYTUR FJÖLL (Við flytjum allt annað). Ég veit þetta er ótrúlegt en svona er lífið fullt af skilaboðum svo taktu betur eftir táknunum allt í kringum þig þannig að þú flytjir fjöll og það er ekkert annað í stöðunni. Þú heldur þú þarfnist stöðugrar hvatningar og ferð ofan í holu og lætur þér leiðast, hversu þreytandi ert það? Þú þarft að læra að loka holunni og nota óþolinmæði þína til að hrinda lífinu í af stað. Þolinmæði getur þó líka verið galli því þá er maður alltaf að bíða og bíða eftir að að eitthvað gerist í stað þess að framkvæma. Í ástinni ertu óútreiknanlegur, stundum svo ástúðlegur en næsta dag svo fráhrindandi og kaldur sem gerir það að verkum að það er ekki hægt að reikna þig út. Þú ert snillingur í að greina aðalatriði frá aukaatriðum og hefur hinn sterka Mars sem plánetu þína sem gefa þér ástríður fyrir lífinu og skap og þor til að segja það sem þú vilt. Þú ert á rosalega góðu tímabili svo hættu að væla, haltu áfram að vera ákafur því það er svo smitandi kraftur.Frægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona, Guðbjörn Alexander Kling fótboltamaður, Theresa Rodriguez listamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira