Innlent

Gleði víða um land um helgina

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir
Bæjar- og útihátíðir fara fram víða um land nú um helgina. Í höfuðborginni, nánar tiltekið á Húrra og Gauknum, fer fram tónlistarhátíðin Innipúkinn og í Þorlákshöfn Unglingalandsmót UMFÍ.

Sæludagar KFUK og KFUM verða í Vatnaskógi og Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð. Þá eru Íslensku sumarleikarnir á Akureyri þar sem keppt verður í jaðaríþróttum.

Pönkinu er fagnað á Norðanpaunki á Laugarbakka. Í Neskaupstað  fer fram Neistaflug og í Bolungarvík Evrópumeistaramótið í mýrarbolta. Útihátíð verður á Flúðum, Síldarævintýri á Siglufirði og Þjóðhátíð í Heimaey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×