Geti skipt sköpum hvernig farangri er raðað í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:00 Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið. Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið.
Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira