Ásthildur segist komin í draumastarfið sem bæjarstjóri á Akureyri Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Ásthildur Sturludóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. AKUREYRARBÆR „Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Þetta starf leggst mjög vel í mig. Við erum mjög spennt fyrir því að gera Akureyri að okkar heimabæ og ala börnin okkar upp hérna,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin bæjarstjóri á Akureyri. Að sögn Ásthildar gerir hún ráð fyrir því að hefja störf um miðjan september og að fram undan sé leit að húsnæði fyrir fjölskylduna á nýjum stað. Ásthildur var bæjarstjóri í Vesturbyggð frá 2010 og þar til í vor. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. Þá var Ásthildur um tíma framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Viðræður gengu hratt og vel fyrir sig og við erum búin að ræða öll stóru málin.“ Ásthildur segir að hún hafi náð að setja sig lítillega inn í málefni bæjarins. Hún segist vera spennt fyrir því að koma inn sem faglega ráðinn bæjarstjóri og segist geta unnið með fólki úr öllum flokkum.„Þetta var í rauninni draumastarfið. Það var annaðhvort þetta eða að fara inn á einhvern annan vettvang.“ Meirihluti L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var ákveðið að endurnýja meirihlutasamstarfið. Ákveðið var að auglýsa starf bæjarstjóra en Eiríkur Björn Björgvinsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra síðustu átta ár, ákvað í ársbyrjun að sækjast ekki eftir áframhaldandi ráðningu. Alls sóttu átján einstaklingar um starf bæjarstjóra en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30