Þræða eggjar Svarfaðardals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Göngugarparnir Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Kristján Hjartarson, Árni Hjartarson og Magnús Magnússon. Hrund „Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira