Innlent

Ók ölvaður inn á hátíðarsvæði Menningarnætur

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla segir hátíðahöldin fara vel af stað
Lögregla segir hátíðahöldin fara vel af stað Vísir/Vilhelm
Menningarnótt er haldin í Reykjavík í kvöld og er búist við miklum fjölda fólks í miðbænum. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að hátíðin hafi farið vel af stað, veður frábært til útiveru og skemmtunar.

Lokanir hafa verið settar upp og biðlar lögregla til vegfarenda að virða lokanirnar.

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af einum ökumanni sem virti ekki lokanir og ók ökutæki sínu inn á afmarkað hátíðarsvæðið. Reyndist sá vera undir áhrifum áfengis.

Dagskrá í kvöld lýkur með flugeldasýningu og vill lögreglan brýna það fyrir foreldrum að skilja börn sín ekki eftir í miðbænum eftir sýningu.

Lögregla færir börn yngri en 16 ára í athvarf fyrir ungmenni séu þau úti eftir lögboðinn útivistartíma sem og þau ungmenni, yngri en 18 ára sem eru undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×