Bæjarstjórinn sleppur við rafbíl og heldur jeppanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. ágúst 2018 08:15 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. Bæjarstjórn Garðabæjar felldi á fimmtudag tillögu um að fella bifreiðahlunnindi Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar úr ráðningarsamningi hans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni gagnrýndi Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, laun bæjarstjórans og þá staðreynd að áfram verði honum séð fyrir Toyota Land Cruiser jeppa á kostnað bæjarins. Ingvar lagði því til að fella þessi bifreiðahlunnindi út enda væri um að ræða óþarfa aukakostnað fyrir skattgreiðendur og að laun bæjarstjórans, upp á rúmar 2,2 milljónir á mánuði, dygðu vel fyrir rekstri á eigin bifreið. Þessa tillögu felldi meirihlutinn. Til vara lagði Ingvar til þær breytingar að bærinn útvegaði bæjarstjóranum rafmagnsbíl í staðinn fyrir jeppann. Garðabæjarlistinn teldi mikilvægt að fylgja umhverfisstefnu bæjarins og að bæjarstjórinn færi fyrir með góðu fordæmi í þeim efnum með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta. Þessi tillaga var einnig felld sem og þriðja tillagan um að fella út greiðslu fastrar yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningnum í sex mánuði eftir starfslok. Kaup og kjör bæjarstjórans standa því óhögguð og teljast samþykkt af bæjarstjórn. Fréttablaðið fjallaði um ráðningarsamninginn í vikunni og hvernig ákveðið hefði verið að lækka laun bæjarstjórans um tíu prósent. Var það gert eftir að í ljós kom að honum var ekki heimilt að afsala sér launum sem hann á rétt á sem kjörinn bæjarfulltrúi en Gunnar hafði viðrað slíkar hugmyndir eftir kosningar í ljósi umræðu um há laun hans og annarra bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar felldi á fimmtudag tillögu um að fella bifreiðahlunnindi Gunnars Einarssonar bæjarstjóra Garðabæjar úr ráðningarsamningi hans. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í vikunni gagnrýndi Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, laun bæjarstjórans og þá staðreynd að áfram verði honum séð fyrir Toyota Land Cruiser jeppa á kostnað bæjarins. Ingvar lagði því til að fella þessi bifreiðahlunnindi út enda væri um að ræða óþarfa aukakostnað fyrir skattgreiðendur og að laun bæjarstjórans, upp á rúmar 2,2 milljónir á mánuði, dygðu vel fyrir rekstri á eigin bifreið. Þessa tillögu felldi meirihlutinn. Til vara lagði Ingvar til þær breytingar að bærinn útvegaði bæjarstjóranum rafmagnsbíl í staðinn fyrir jeppann. Garðabæjarlistinn teldi mikilvægt að fylgja umhverfisstefnu bæjarins og að bæjarstjórinn færi fyrir með góðu fordæmi í þeim efnum með því að nota umhverfisvænan samgöngumáta. Þessi tillaga var einnig felld sem og þriðja tillagan um að fella út greiðslu fastrar yfirvinnu samkvæmt ráðningarsamningnum í sex mánuði eftir starfslok. Kaup og kjör bæjarstjórans standa því óhögguð og teljast samþykkt af bæjarstjórn. Fréttablaðið fjallaði um ráðningarsamninginn í vikunni og hvernig ákveðið hefði verið að lækka laun bæjarstjórans um tíu prósent. Var það gert eftir að í ljós kom að honum var ekki heimilt að afsala sér launum sem hann á rétt á sem kjörinn bæjarfulltrúi en Gunnar hafði viðrað slíkar hugmyndir eftir kosningar í ljósi umræðu um há laun hans og annarra bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira