Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2018 11:00 Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? Fréttablaðið/Eyþór Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira