Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Aðalheiður Ámundadótir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira