Var Simeone bara að bulla um að Atletico ætti ekki eins mikinn pening og Real? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 19:00 Diego Simeone var kátur eftir leik í gærkvöldi. Vísir/Getty Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira