Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. ágúst 2018 08:00 Landeigendur gengu á árinu 2012 frá leigu veiðiréttinda í Þverá/Kjarrá fyrir árin 2013-2017 til Stara ehf. Mynd/Starir Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljóslega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiðileyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er stranglega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brotavilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutakanna. Fyrst hafi sést til mannanna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiðistað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ingólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dómarinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur.Að sögn Ingólfs færist veiðiþjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ingólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssamband veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiðiþjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Stangveiði Tengdar fréttir Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Veiðileyfasali fékk engar bætur dæmdar fyrir þjófnað í Kjarrá Tveir menn sem staðnir voru að veiðiþjófnaði í Kjarrá í Borgarfirði í fyrra sleppa við að greiða tæplega 1,5 milljóna króna bótakröfu og miskabætur að auki en eru dæmdir til að borga 50 þúsund í sekt hvor í ríkissjóð. 15. ágúst 2018 06:45