Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 15:28 Corbyn hefur lengi glímt við ásakanir um að hann taki gyðingaandúð í flokki sínum ekki alvarlega. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda. Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00
Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52
Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent