Hafna því að Corbyn hafi heiðrað hryðjuverkamann Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 15:28 Corbyn hefur lengi glímt við ásakanir um að hann taki gyðingaandúð í flokki sínum ekki alvarlega. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda. Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, á í vök að verjast vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að votta einum af skipuleggjendum hryðjuverkanna á Ólympíuleikunum í München árið 1972 virðingu fyrir fjórum árum. Verkamannaflokkurinn segir fréttir af þátttöku Corbyn misvísandi. Eitt af bresku götublöðunum birti mynd af Corbyn með blómsveig nærri gröf Salah Khalaf, næstráðanda Frelsishreyfingar Palestínumanna (PLO), í Túnis árið 2014 um helgina. Khalaf er sagður hafa verið heilinn á bak við Svarta september, hryðjuverkahópinn sem tók ellefu meðlimi ísraelska Ólympíuhópsins í gíslingu og myrti á leikunum í München fyrir 46 árum. Einn vesturþýskur lögreglumaður var einnig drepinn í umsátrinu. Corbyn, sem hefur verið sakaður um að láta gyðingaandúð í Verkamannaflokkunum óáreitta, sagðist upphaflega hafa verið á staðnum en hann hafi ekki tekið þátt í að leggja blómsveig að leiði Khalaf. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að fordæma bæri gjörðir Corbyn.Segist hafa minnst fórnarlamba loftárásar Ísraelsmanna Nú segir Verkamannaflokkurinn að fréttir af heimsókn Corbyn í Túnis hafi verið „falskar og misvísandi“. Corbyn hafi aðeins verið staddur í grafreitnum vegna árlegra minningarathafnar um fórnarlömb loftárásar Ísraelsmanna á höfuðstöðvar PLO í október árið 1985. „Enginn þeirra sem stóð að fjöldamorðinu í München eru grafnir í palestínska grafreitnum í Túnis og það var engin minningarathöfn fyrir þá,“ segir talsmaður flokksins. Corbyn hafi verið staddur í Túnis vegna ráðstefnu um málefni Palestínu. Fulltrúi frá Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum hafi einnig tekið þátt í henni ásamt öðrum evrópskum þingmönnum, að því er segir í frétt The Guardian. Uppákoman nú hefur kynt aftur undir gagnrýni á Corbyn fyrir meinta linkind hans í garð gyðingahatara í flokknum. Þrjú stærstu dagblöð gyðinga á Bretlandi birtu leiðara í síðasta mánuði þar sem þau vöruðu við því að samfélagi þeirra stafaði hætta af því ef Corbyn yrði forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn í Ísrael sleit tengsl við flokk Corbyn í apríl. Bar formaður hans því við að Corbyn hefði umborið gyðingaandúð á meðal flokksmanna sinna og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Bretland Ísrael Palestína Túnis Tengdar fréttir Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00 Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52 Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. 27. júlí 2018 06:00
Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar Verkamannaflokkurinn í Ísrael vill ekkert hafa með Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins, að gera lengur. 10. apríl 2018 15:52
Breskir gyðingar ósáttir við Jeremy Corbyn Gyðingar á Bretlandi mótmæltu í gær Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, og sökuðu hann um að taka ekki á gyðingahatri innan flokksins. 27. mars 2018 06:00