Að fylgja leikreglunum Auður Önnu Magnúsdóttir og skrifa 15. ágúst 2018 06:00 Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar