Að fylgja leikreglunum Auður Önnu Magnúsdóttir og skrifa 15. ágúst 2018 06:00 Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar