Innlent

Ákærð fyrir meiri háttar skattalagabrot

Sveinn Arnarsson skrifar
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri.
Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur
Kona á Norðurlandi hefur verið ákærð af héraðssaksóknara fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum vegna rekstrar byggingafélags á árunum 2010-2012.

Konan, sem var daglegur stjórnandi fyrirtækisins, stóð ekki skil á virðisaukaskattskýrslum fyrirtækisins á lögmætum tíma á þessum árum og stóð ekki skil á virðisaukaskatti á sama tímabili sem nam rúmum 16 milljónum króna. Konan stóð heldur ekki skil á staðgreiðslu sem haldið var eftir af launum starfsmanna allan þennan tíma. Nam staðgreiðsla starfsmanna um níu milljónum króna.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra á næstu dögum. Konan getur átt yfir höfði sér þunga refsingu, verði hún fundin sek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×