Innlent

Lokun yfir Ölfusá flýtt

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ölfusábrú.
Ölfusábrú. VÍSIR/ERNIR
Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. Ástæðan fyrir þessu eru rigningar­ský sem nálgast landið fyrr en áætlað var.

Brúnni var lokað á miðnætti í gær og var hún opnuð aftur núna í morgun klukkan 06.00.

Sjá einnig: Ölfusárbrú lokað í viku

Steypa á nýtt brúargólf á brúna í kvöld og verður hún lokuð í um viku í kjölfarið. Vegagerðin vonast til að hægt verði að opna brúna aftur þann 20. ágúst.

Umferð verður beint um Þrengsli og Óseyrarbrú og um uppsveitir Árnessýslu. Gangandi vegfarendur munu komast yfir brúna meðan á framkvæmdum stendur.




Tengdar fréttir

Ölfusárbrú lokað í viku

Til stendur að steypa nýtt gólf í Ölfusárbrú. Umferð verður beint um Óseyrarbrú á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×