Smitandi hlátur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar