Hafa þungar áhyggjur af nautkálfum sem ganga lausir á Vatnsleysuströnd Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 21:45 Virgill Scheving Einarsson Vísir/GVA Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“ Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sjö mánaða nautkálfar sluppu úr girðingu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd snemma á föstudagsmorgun. Eigendur kálfanna hafa þungar áhyggjur af þeim og biðla til þeirra sem kynnu að koma auga á kálfana að hafa samband við lögreglu. Virgill Scheving Einarsson á tvær jarðir, Efri-Brunnastaði og Skjaldarkot, á Vatnsleysuströnd. Sonur hans stundar þar búskap en honum voru gefnir tveir kálfar í mars. Virgill segir kálfana hafa verið inni í vetur en í vor hafi fjölskyldan lánað þá Landnámsdýragarðinum á Fitjum í Reykjanesbæ. Kálfunum var svo skilað í vikunni en sonur Virgils og tengdadóttir voru þá stödd úti á Spáni. Kálfarnir voru ekki settir í hólf þegar komið var með þá aftur á bæinn heldur var þeim komið fyrir í girðingu með hestum og sluppu þaðan út. „Síðan eru þessir kálfar búnir að vera að angra lögreglu í Reykjanesbæ. Þeir hafa farið suður í Voga, upp á Reykjanesbraut og þeir eru búnir að fara tíu kílómetra meðfram henni. Það hafa stoppað bílar, kálfarnir eru mannelskir, og margir hafa viljað hjálpa og gera eitthvað. En það hefur legið við stórárekstrum vegna þeirra,“ segir Virgill í samtali við Vísi.Annar skjöldóttur og hinn rauður Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að sést hefði til kálfa á Reykjanesbraut við Voga í gærmorgun, að því er Vísir hefur eftir varðstjóra. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið en Virgill segir kálfana enn týnda. Hann gerir ráð fyrir að þeir hafi farið í áttina að Reykjavík og haldi sig líklega fjallamegin við Reykjanesbraut. „Þetta eru nautkálfar sem sonur minn ætlar að ala upp og slátra næsta vor. Þeirra er sárt saknað, eins óskum við eftir því að þeir sem eru á ferð um Reykjanesbrautina og sjá þessa kálfa á flækingi, að þeir hringi í okkur, hvort sem það er nótt eða dagur,“ segir Virgill. „Annar er skjöldóttur en hinn er rauður. Þeir eru sjö mánaða gamlir, feitir og pattaralegir.“
Dýr Lögreglumál Vogar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent