Gengishrun í Tyrklandi veldur áhyggjum á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu Þórir Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2018 20:23 Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig. Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Óvissa ríkir á fjármálamörkuðum vestan hafs og austan eftir gengishrun tyrknesku lírunnar í gær. Hún féll um 16 prósent og hefur þá fallið um alls 40 prósent frá áramótum. Það bitnar fyrst og fremst á almenningi í Tyrklandi í formi verðbólgu og dýrtíðar. Kaupahéðnum finnast efnahagsþrengingar Tyrkja sömuleiðis óþægilegar og því lækkuðu hlutabréf í Bandaríkjunum og í Evrópu í verði í gær. Böndin berast að Recip Tayyip Erdogan forseta, efnahagsstefnu hans og áhrifum í seðlabankanum, en tengdasonur hans er seðlabankastjóri. Fjárfestar fylgjast með hagstjórn forsetans með vaxandi áhyggjum. Erdogan hefur þrýst á um lækkun vaxta og hefur haldið því fram opinberlega að hærri vextir valdi hærri verðbólgu. Við þetta bættist í gær að Bandaríkjamenn tilkynntu um refsitolla á Tyrki vegna fangelsunar þeirra á bandarískum presti, sem sagður er hafa tengsl við stjórnarandstæðinga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær um tolla á ál og stál frá Tyrklandi og við það lækkaði verðgildi lírunnar enn frekar. Stærsti hluti útflutnings Tyrkja á stáli er til Bandaríkjanna. Erdogan sagðist á fundi með flokksmönnum sínum í gær fordæma refsiaðgerðir Bandaríkjamanna sem sem væru ígildi fjárkúgunar og ógnuðu öllum heiminum. Nú er svo komið að vandræði Tyrkja varða ekki bara almenning í Tyrklandi heldur eru vaxandi áhyggjur af því að þær hafi neikvæð áhrif á efnahagslíf annars staðar einnig.
Donald Trump Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37