Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2018 18:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur hvatt Tyrki til að nota allt gull og alla dali sem þeir eiga til að kaupa lírur, gjaldmiðil Tyrklands. Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. Erdogan hélt ræðu í dag þar sem hann sagði „stuðningsmenn“ valdaránsins beita öðrum leiðum til að ráðast á Tyrkland í kjölfar endurkjörs hans sem forseta. Hann sakaði einnig hulduhópa um að reyna að fella efnahag Tyrklands. Því biðlaði hann til þjóðarstolts Tyrkja.„Ef einhver á dali eða gull undir koddanum, ætti sá að skipta þeim fyrir lírur. Þetta er barátta þjóðarinnar,“ sagði Erdogan. Samkvæmt BBC hefur virði lírunnar lækkað um fimmtung í dag. Fjármálaráðuneyti Tyrklands sagði tolla Trump brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.Samband Tyrklands og Bandaríkjanna, sem eru bæði í Atlantshafsbandalaginu, hefur beðið hnekki að undanförnu og má að mestu rekja það til handtöku bandaríska prestsins, Andrew Brunson, í Tyrklandi og réttarhalda yfir honum. Hann hefur verið sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök en Tyrkir hafa viljað skipta á honum og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Tyrkir hafa einnig verið á móti stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda og voru ósáttir við nýjar viðskiptaþvinganir gegn Íran en Tyrkir fá um helming olíu sinnar þaðan. Skömmu eftir að Trump tilkynnti tollana í tísti ræddi Erdogan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Forsetaembætti Rússlands gaf svo í kjölfarið út tilkynningu um að forsetarnir hefðu rætt um efnahagsmál og viðskiptatengsl ríkjanna.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent