Hulin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar