Knattspyrnumenn verjast gjaldeyrissveiflum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Leikmenn Leicester fagna ógurlega eftir sigurmark Harry Maguire á dögunum. Vísir/Getty Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni reyna eftir fremsta megni að verja háar tekjur sínar gegn áhrifum Brexit, að því er Financial Times greinir frá. Yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefur áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir leikmanna, sem og knattspyrnufélaga. Fyrirtækið Argentex, sem sérhæfir sig í gjaldeyrisviðskiptum fyrir íþróttafélög og íþróttamenn, segir að eftirspurn eftir gjaldeyrisvörnum hafi aukist um 43 prósent frá því að kosið var um Brexit. Þjónustan sem Argentex býður upp á er að læsa gengi gjaldmiðils í nokkra mánuði en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru leikmenn ríkjandi Englandsmeistara, Manchester City. Umfang gjaldeyrisvarna hjá Argentex frá árinu 2016 nemur meira en 100 milljónum punda. Jon Goss, forstöðumaður hjá fyrirtækinu, segir í samtali við Financial Times að 70 prósent leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu af erlendum uppruna. Það þýði að margir sendi hluta af launum sínum til heimalandsins eða kaupi vörur og þjónustu erlendis. Það sé undirstaða eftirspurnar eftir þjónustunni. Stór knattspyrnulið á Englandi eru varin fyrir gengissveiflum að því leytinu til að þau fá tekjur í evrum fyrir að keppa á Evrópumótum og í Bandaríkjadölum í gegnum samninga við alþjóðlega styrktaraðila. Smærri félög, sem eru með einsleitari tekjugrunna, eru hins vegar ekki jafn vel varin. Breska pundið hefur fallið um 14 prósent frá kosningunni um Brexit, þar af um þrjú prósent á síðustu þremur mánuðum. Manchester United, ríkasta knattspyrnufélag heims, gaf út á síðasta ári að nýir leikmenn hefðu beðið um að fá greitt í evrum frekar en pundum. Þeim beiðnum var hafnað þar sem félagið hafði ekki nægar evrur til ráðstöfunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti