„Pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 18:53 Halldór Auðar Svansson vill heldur velja leið þar sem velferð allra barna sé tryggð. Vísir/STEfán Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, er mjög gagnrýninn á hugmynd Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem hyggst leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að almenn bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Málið tengist nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis sem sýnir að þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra hafi verið svipuð og árið áður. Landlæknisembættið telur niðurstöðurnar áhyggjuefni því þátttaka yngstu árganganna í bólusetningum það árið var lakari en áður hefur verið. Halldór segir að hugmyndin um að úthýsa óbólusettum börnum úr leikskólum sé í öllum tilfellum vond hugmynd. Betri hugmynd væri að líta á bólusetningar sem barnaverndarmál. Það yrði þá nauðsynlegur liður í margþættri aðgerð með velferð barnsins að leiðarljósi. Sú leið yrði miðuð að velferð allra barna en ekki að því að vernda tiltekin börn gagnvart öðrum börnum. „Að nota aðgengi að leikskólum eitt og sér í þessu skyni er fáheyrt, í besta falli plástur sem tekur engan veginn á rót vandans. Það er í algjöru ósamræmi við aðferðafræði barnaverndar, þar sem þvingandi aðgerðir eru aftast á forgangslistanum,“ segir Halldór á Facebook síðu sinni.Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almenn bólusetning verði gerð að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Sambærileg tillaga var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.Halldór vekur athygli á skýrslu sóttvarnarlæknis þar sem fram kemur að þátttaka í bólusetningum sé ekki nægilega góð. Þar sé sérstaklega tekið fram að meginástæða þess sé ónægileg eftirfylgni heilsugæslunnar. Hann segir fólk almennt vilja bólusetja börn sín en í sumum tilfellum sé ekki nægt utanumhald. „Úthýsing úr leikskóla gerir í sjálfu sér ekkert til að bæta úr þessu og er engan veginn nauðsynleg til þess að úr þessu verði bætt. Þetta eru einfaldlega alveg aðskildir hlutir. Við þurfum ekki að nota þá sleggju á foreldra að þau fái ekki leikskólapláss fyrir óbólusett börn þegar aðrar leiðir eru í boði og þegar þau eru alveg tilbúin í þetta,“ segir Halldór. Hann segir að hugmynd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vera slæm einnig í þeim tilfellum þar sem foreldrar eru mótfallnir bólusetningum. „Úthýsing ein og sér er þá samt vond hugmynd því pælingin virðist eingöngu vera sú að vernda sum börn fyrir öðrum. Hin óbólusettu eru ennþá óbólusett þó þau séu ekki á leikskóla.“Hægt er að lesa pistil Halldórs Auðars í heild sinni hér að neðan.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28. ágúst 2018 15:20
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28