Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 15:20 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“ Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28