Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2018 15:20 Hildur Björnsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“ Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Tillaga þess efnis var felld í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili. Vekur Hildur athygli á tillögunni á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnar í tölur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að tilfelli mislinga hafi nær tvöfaldast á milli ára, þrátt fyrir enn sé nokkuð eftir af árinu 2018. Í samtali við Vísi vitnar Hildur í fréttaflutning af áhyggjum sóttvarnarlæknis af þátttöku í almennum bólusetningum hér á landi. Hafði sóttvarnarlæknir áhyggjur af því að ef þáttaka minnkaði enn frekar á milli ára mætti búast við að hér á landi færu að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil „Ég held að nú séu enn frekar skilyrði til þess að leggja fram þessa tillögu,“ segir Hildur en athygli vekur að þegar tillagan var felld árið 2015 lagðist sóttvarnarlæknir gegn henni, meðal annars á þeim forsendum að þátttaka í bólusetningum væri viðunandi. Er Hildur bjartsýn á það að tillagan fái brautargengi nú og að mögulega sé afstaða sóttvarnarlæknis breytt frá árinu 2015. „Ef maður kynnir sér það sem sóttvarnarlæknir sagði á sínum tíma og les svo það sem hann segir í síðasta mánuði, þá fer það ekki alveg saman. Mögulega er komin einhver ný afstaða í málið,“ segir Hildur sem mun leggja fram málið á þriðjudaginn þegar borgarstjórn kemur saman á nýjan leik eftir sumarfrí. „Ég vona bara að við fáum upplýsta og yfirvega umræðu um þetta mál.“
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08 Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Alls hafa rúmlega 41.000 manns greinst með mislinga í álfunni og 37 hafa látist. 20. ágúst 2018 13:08
Bólusetning bjargar lífum en betur má ef duga skal Þróun og framfarir undanfarinna alda hafa bætt lífsskilyrði í heiminum. 21. júní 2018 07:00
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28