Uber boðar stefnubreytingu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:34 Hér má sjá svokallað Jump-rafhjól sem leigja má hjá Uber. JUMP Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum. Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Deilabílaþjónustan Uber mun í framtíðinni leggja ríkari áherslu á útleigu reið- og rafhjóla, þrátt fyrir það kunni að bitna á tekjum fyrirtækisins. Forstjóri Uber, Dara Khosrowshahi, segir að slíkir einstaklingsfararskjótar henti betur til fólksflutninga í stórborgum heimsins. Hann telur jafnframt að viðskiptavinir Uber muni taka fleiri, styttri ferðir í framtíðinni. „Á háannatíma er mjög óhagkvæmt að nota eins tonna járnhlunk til að flytja einn einstakling 10 húsaraðir,“ er haft eftir Khosrowshahi á vef breska ríkisútvarpsins. Hann bætir við að þó svo að þessi ákvörðun kunni að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif á fyrirtækið á næstu misserum þá sé þetta engu að síður í takti við framtíðarsýn Uber. Þar að auki muni bílstjórar fyrirtækisins njóta góðs af breytingunum, enda muni lengri bílferðum fjölga á kostnað þeirra styttri. Fyrirtækið hefur á síðustu mánuðum fjárfest í fjölda reiðhjólaleiga. Nú er svo komið að hægt er að leigja rafhjól hjá Uber í 8 borgum í Bandaríkjunum, þeirra á meðal New York og Washington, og til stendur að opna rafhjólaleigu í Berlín á næstunni. Uber tapaði rúmlega 4,5 milljörðum bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 450 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur fyrirtækisins eru því undir miklum þrýstingi að laga fjárhag félagsins, en til stendur að setja Uber á hlutabréfamarkað á komandi mánuðum.
Tengdar fréttir Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uber stöðvar þróun sjálfkeyrandi vörubíla Deilibílaþjónustan Uber mun skjóta þróun sinni á sjálfkeyrandi vöruflutningabílum á frest til að til að fullkomna tæknina í fólksbílum. 31. júlí 2018 07:55
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02