FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 08:00 Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju knatthúsi í síðustu viku. Engir bæjarfulltrúar létu þó sjá sig. Fréttablaðið/Stefán Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21