Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar