Hamren: Sagði við hann að þetta þyrfti að koma frá hjartanu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2018 21:00 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17