Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF Icelandic Wildlife Fund, sem berst meðal annars gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi, hefur vísað ákvörðun Isavia um að fjarlægja auglýsingaskilti sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn, til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Skiltið hékk í innritunarsal flugstöðvarinnar í 10 daga en var þá fjarlægt. „Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurHann segir auglýsinguna hafa verið keypta af birtingahúsi og því hafi Isavia aldrei átt í neinum samskiptum við starfsmenn sjóðsins. Auglýsingin hafi ekki verið borin undir Isavia eins og reglur segi til um og eftir að starfsmenn vallarins hafi tekið eftir því að ósamþykkt auglýsing hafi verið komin upp á vegg hafi hún verið tekin niður og í kjölfarið farið yfir efni hennar. Starfsmanni birtingahússins hafi verið tilkynnt að auglýsingin hefði verið tekin niður sama dag og það var gert. Guðjón segir alls ekki algengt að auglýsingar séu teknar niður í flugstöðinni. Engin sérstök ritskoðunarnefnd starfi hjá fyrirtækinu heldur fari starfsfólk yfir auglýsingar sem komi inn. Siðareglur SÍA séu meðal þess sem haft er til hliðsjónar við mat á auglýsingum og lögð áhersla á að upplýsingar í þeim séu ekki rangar og í þeim sé hvorki vegið að öðru fólki eða fyrirtækjum. Aðspurður segir Guðjón auglýsingu í umræddu plássi kosta á bilinu 300.000 til 350.000 kr. á mánuði.Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Fréttablaðið/ERNIR„Það kom okkur mjög á óvart að Isavia skyldi ákveða að taka auglýsinguna niður með þeim rökstuðningi að félagið vildi ekki dragast inn í deilur milli tveggja aðila. Þetta þótti okkur einkennilegt því fulltrúar Isavia sögðu okkur líka að engin athugasemd hefði borist við auglýsinguna, heldur hefðu þau ákveðið að taka hana niður að eigin frumkvæði. Eðlilega bentum við á að Icelandic Wildlife Fund ætti ekki í deilum við neinn um efni auglýsingarinnar og Isavia gæti því dregist inn í deilur sem eru ekki til,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Jón segir texta auglýsingarinnar byggja á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin beinist hvorki að nafngreindum fyrirtækjum né sé fólk hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. „Þetta er eins og að taka niður auglýsingar sem hvetja til notkunar á grænum orkugjöfum til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum, með þeim rökum að Isavia telji þær „meiðandi“ fyrir olíuiðnaðinn í heiminum.“ Niðurstöðu siðanefndarinnar er að vænta í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fiskeldi Tengdar fréttir Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14 Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund, sem berst meðal annars gegn vexti sjókvíaeldis hér á landi, hefur vísað ákvörðun Isavia um að fjarlægja auglýsingaskilti sem sjóðurinn fékk sett upp í Leifsstöð 17. júlí síðastliðinn, til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Skiltið hékk í innritunarsal flugstöðvarinnar í 10 daga en var þá fjarlægt. „Isavia hefur lagt höfuðáherslu á að þær auglýsingar sem eru í flugstöðinni séu fyrst og fremst miðaðar að því að auglýsa vöru og þjónustu en séu ekki auglýsingar um álitamál þar sem tveir hópar eru að takast á um umdeild málefni. Þess vegna hefur Isavia lagt áherslu á að auglýsingar séu bornar undir starfsmenn áður en þær eru settar upp,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurHann segir auglýsinguna hafa verið keypta af birtingahúsi og því hafi Isavia aldrei átt í neinum samskiptum við starfsmenn sjóðsins. Auglýsingin hafi ekki verið borin undir Isavia eins og reglur segi til um og eftir að starfsmenn vallarins hafi tekið eftir því að ósamþykkt auglýsing hafi verið komin upp á vegg hafi hún verið tekin niður og í kjölfarið farið yfir efni hennar. Starfsmanni birtingahússins hafi verið tilkynnt að auglýsingin hefði verið tekin niður sama dag og það var gert. Guðjón segir alls ekki algengt að auglýsingar séu teknar niður í flugstöðinni. Engin sérstök ritskoðunarnefnd starfi hjá fyrirtækinu heldur fari starfsfólk yfir auglýsingar sem komi inn. Siðareglur SÍA séu meðal þess sem haft er til hliðsjónar við mat á auglýsingum og lögð áhersla á að upplýsingar í þeim séu ekki rangar og í þeim sé hvorki vegið að öðru fólki eða fyrirtækjum. Aðspurður segir Guðjón auglýsingu í umræddu plássi kosta á bilinu 300.000 til 350.000 kr. á mánuði.Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Fréttablaðið/ERNIR„Það kom okkur mjög á óvart að Isavia skyldi ákveða að taka auglýsinguna niður með þeim rökstuðningi að félagið vildi ekki dragast inn í deilur milli tveggja aðila. Þetta þótti okkur einkennilegt því fulltrúar Isavia sögðu okkur líka að engin athugasemd hefði borist við auglýsinguna, heldur hefðu þau ákveðið að taka hana niður að eigin frumkvæði. Eðlilega bentum við á að Icelandic Wildlife Fund ætti ekki í deilum við neinn um efni auglýsingarinnar og Isavia gæti því dregist inn í deilur sem eru ekki til,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund. Jón segir texta auglýsingarinnar byggja á óumdeildum vísindalegum staðreyndum um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og lífríkið og að auglýsingin beinist hvorki að nafngreindum fyrirtækjum né sé fólk hvatt til að sniðganga tilteknar vörur. „Þetta er eins og að taka niður auglýsingar sem hvetja til notkunar á grænum orkugjöfum til að draga úr loftslagsbreytingum af mannavöldum, með þeim rökum að Isavia telji þær „meiðandi“ fyrir olíuiðnaðinn í heiminum.“ Niðurstöðu siðanefndarinnar er að vænta í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fiskeldi Tengdar fréttir Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14 Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00
Arnarlax á leið í norsku kauphöllina Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi. 22. ágúst 2018 06:14
Reka ferðamenn frá sjókvíunum Lögreglumenn á eftirlitsbátum þurfa reglulega að reka sjóstangaveiðimenn í burtu frá laxeldiskvíum við strendur Noregs. 18. júlí 2018 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent