Ég er fæddur ferðalangur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 06:00 „Jú, en ég er fæddur ferðalangur. Þetta er ekkert mál fyrstu vikurnar en svo fer maður að sakna heimilis. Svo er maður ekki búinn að vera lengi um kyrrt þegar maður fer að sakna rútunnar aftur. Þetta er eins og sjóaralífið.“ Fréttablaðið/Stefán Þorleifur Gaukur Davíðsson hóf nám í munnhörpuleik við Berklee-tónlistarháskóla í Boston fyrir þremur árum.En hvernig er líf munnhörpuleikarans? „Það líf er heilmikið ferðalag. Ég er, tæknilega séð, enn við nám við Berklee en hef verið að túra með hljómsveitinni Kaleo síðasta eitt og hálfa árið og kíkt bara við í skólanum af og til. Mér hefur dálítið verið leyft að gera það sem ég vil, sem er þægilegt. Ég má vera við skólann í fimm ár að dandalast.“Er sjaldgæft að fólk sé í háskólanámi í munnhörpuleik? „Það eru ekki margir sem hafa gert það. Í mínum skóla eru ýmsir sem spila á munnhörpu en eru ekki nógu klikkaðir til að gera hana að aðalhljóðfæri.“Þú hefur fengið góða kennara samt. „Já, alveg prýðilega. Ekki munnhörpukennara samt, heldur bara læri ég hjá öðrum hljóðfæraleikurum og færi kunnáttuna yfir á mitt hljóðfæri. Það opnar sjóndeildarhringinn töluvert að stúdera hjá öðrum en munnhörpuleikurum og er því heppilegt. Takmarkið er alltaf það sama, að gera góða tónlist.“Semurðu tónlist? „Já, ég sem mikið en hef ekki hugmynd um hvar það muni enda. Ég er í svo mismunandi hlutum, spila með Kaleo, djassa á fullu og hef verið aktívur í blúgrass-senunni í Bandaríkjunum. Þá koma upp lög í kollinn sem maður veit ekki alveg hvar á að setja.“Áttu margar munnhörpur? „Ég er alltaf með tólf á mér og svo eru aðrar úti um allt.“Eru þetta dýr hljóðfæri? „Nei, alls ekki, miðað við önnur. Þær sem ég er með kosta svona um 4.000.“Hvar færðu þær bestu? „Bara hjá Hohner, gömlu þýsku fyrirtæki, og á nokkrar Zuzuki líka. Munnhörpur fást um allan heim.“Hvernig kynntist þú munnhörpunni? „Ég spilaði á gítar frá unga aldri, hrifinn af blús, var dálítið kringum KK bandið. Kristján spilaði náttúrlega á munnhörpu. Maður heyrir þennan tón í gömlu blúslögunum og mig langaði alltaf að prófa, svo ég pantaði mér munnhörpu á netinu. Svo lærði ég alltaf meira og meira en spilaði bara fyrir mig.“Varstu ekki í tónlistarskóla? „Jú, á Akranesi, hjá Jóni Páli djassgítarleikara og síðan hjá Eðvarði Lár. Það hjálpar mikið að hafa grunninn á annað hljóðfæri. Munnharpan er svo lítið sjáanleg, maður er bara með hana uppi í sér og ekkert hægt að átta sig á hvað spilarinn er að gera. Gítarinn er þægilegri hvað það varðar, það er hægt að hugsa út frá honum.“„Takmarkið er alltaf það sama, að gera góða tónlist,“ segir Þorleifur. Fréttablaðið/StefánErtu uppalinn á Akranesi? „Já, ég er oft kenndur við Skagann, en hef búið víða, í Eyjum, Vík í Mýrdal og fleiri stöðum. Hálfgerður flakkari. Foreldrar mínir fluttu oft og svo hélt ég því bara áfram. Stúderaði tónlist í Noregi og svo í Bandaríkjunum. Núna fer ég bara þangað sem tónlistin ber mig. Hugurinn leitar til Nashville í Tennessee. Flestir sem ég spila með búa þar og þar eru ein bestu stúdíóin í heiminum. Ég hef verið dálítið þar að spila.“En hvernig var að vera með Kaleo á flakki? „Það var yndislegt. Sérstakur heimur. Þetta er svo stórt batterí. Það er stuð að hita upp fyrir Rolling Stones og spila á tónleikum fyrir 50–100 þúsund manns um allan heim. Þetta er líka gott tækifæri til að kynnast tónlistarmönnum. Ég er duglegur að fara á djammsessíónir og tengja við fólk. Það er magnað hvað tónlistin opnar heiminn fyrir manni.“Verður áframhald á þessu samstarfi þínu og Kaleó? „Já, við verðum að túra í september um Bandaríkin og Kanada.“Tekur ekki á að búa svona í rútu? „Jú, en ég er fæddur ferðalangur. Þetta er ekkert mál fyrstu vikurnar en svo fer maður að sakna heimilis. Svo er maður ekki búinn að vera lengi um kyrrt þegar maður fer að sakna rútunnar aftur. Þetta er eins og sjóaralífið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi þvoði hnausþykkt ár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Sjá meira
Þorleifur Gaukur Davíðsson hóf nám í munnhörpuleik við Berklee-tónlistarháskóla í Boston fyrir þremur árum.En hvernig er líf munnhörpuleikarans? „Það líf er heilmikið ferðalag. Ég er, tæknilega séð, enn við nám við Berklee en hef verið að túra með hljómsveitinni Kaleo síðasta eitt og hálfa árið og kíkt bara við í skólanum af og til. Mér hefur dálítið verið leyft að gera það sem ég vil, sem er þægilegt. Ég má vera við skólann í fimm ár að dandalast.“Er sjaldgæft að fólk sé í háskólanámi í munnhörpuleik? „Það eru ekki margir sem hafa gert það. Í mínum skóla eru ýmsir sem spila á munnhörpu en eru ekki nógu klikkaðir til að gera hana að aðalhljóðfæri.“Þú hefur fengið góða kennara samt. „Já, alveg prýðilega. Ekki munnhörpukennara samt, heldur bara læri ég hjá öðrum hljóðfæraleikurum og færi kunnáttuna yfir á mitt hljóðfæri. Það opnar sjóndeildarhringinn töluvert að stúdera hjá öðrum en munnhörpuleikurum og er því heppilegt. Takmarkið er alltaf það sama, að gera góða tónlist.“Semurðu tónlist? „Já, ég sem mikið en hef ekki hugmynd um hvar það muni enda. Ég er í svo mismunandi hlutum, spila með Kaleo, djassa á fullu og hef verið aktívur í blúgrass-senunni í Bandaríkjunum. Þá koma upp lög í kollinn sem maður veit ekki alveg hvar á að setja.“Áttu margar munnhörpur? „Ég er alltaf með tólf á mér og svo eru aðrar úti um allt.“Eru þetta dýr hljóðfæri? „Nei, alls ekki, miðað við önnur. Þær sem ég er með kosta svona um 4.000.“Hvar færðu þær bestu? „Bara hjá Hohner, gömlu þýsku fyrirtæki, og á nokkrar Zuzuki líka. Munnhörpur fást um allan heim.“Hvernig kynntist þú munnhörpunni? „Ég spilaði á gítar frá unga aldri, hrifinn af blús, var dálítið kringum KK bandið. Kristján spilaði náttúrlega á munnhörpu. Maður heyrir þennan tón í gömlu blúslögunum og mig langaði alltaf að prófa, svo ég pantaði mér munnhörpu á netinu. Svo lærði ég alltaf meira og meira en spilaði bara fyrir mig.“Varstu ekki í tónlistarskóla? „Jú, á Akranesi, hjá Jóni Páli djassgítarleikara og síðan hjá Eðvarði Lár. Það hjálpar mikið að hafa grunninn á annað hljóðfæri. Munnharpan er svo lítið sjáanleg, maður er bara með hana uppi í sér og ekkert hægt að átta sig á hvað spilarinn er að gera. Gítarinn er þægilegri hvað það varðar, það er hægt að hugsa út frá honum.“„Takmarkið er alltaf það sama, að gera góða tónlist,“ segir Þorleifur. Fréttablaðið/StefánErtu uppalinn á Akranesi? „Já, ég er oft kenndur við Skagann, en hef búið víða, í Eyjum, Vík í Mýrdal og fleiri stöðum. Hálfgerður flakkari. Foreldrar mínir fluttu oft og svo hélt ég því bara áfram. Stúderaði tónlist í Noregi og svo í Bandaríkjunum. Núna fer ég bara þangað sem tónlistin ber mig. Hugurinn leitar til Nashville í Tennessee. Flestir sem ég spila með búa þar og þar eru ein bestu stúdíóin í heiminum. Ég hef verið dálítið þar að spila.“En hvernig var að vera með Kaleo á flakki? „Það var yndislegt. Sérstakur heimur. Þetta er svo stórt batterí. Það er stuð að hita upp fyrir Rolling Stones og spila á tónleikum fyrir 50–100 þúsund manns um allan heim. Þetta er líka gott tækifæri til að kynnast tónlistarmönnum. Ég er duglegur að fara á djammsessíónir og tengja við fólk. Það er magnað hvað tónlistin opnar heiminn fyrir manni.“Verður áframhald á þessu samstarfi þínu og Kaleó? „Já, við verðum að túra í september um Bandaríkin og Kanada.“Tekur ekki á að búa svona í rútu? „Jú, en ég er fæddur ferðalangur. Þetta er ekkert mál fyrstu vikurnar en svo fer maður að sakna heimilis. Svo er maður ekki búinn að vera lengi um kyrrt þegar maður fer að sakna rútunnar aftur. Þetta er eins og sjóaralífið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kaleo Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi þvoði hnausþykkt ár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Sjá meira