Ágreiningur og viljastyrkur Lilja Bjarnadóttir skrifar 22. ágúst 2018 06:37 Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að viljastyrkur (e. willpower) er tæmandi auðlind: því meira sem við nýtum viljastyrk yfir daginn, því erfiðara verður fyrir okkur að standast freistingar. Dr. Roy Baumeister sýndi m.a. fram á þetta í könnun þar sem nemendur sem máttu ekki fá sér nýbakaðar smákökur gáfust fyrr upp við að leysa erfiðar þrautir en hópurinn sem mátti fá sér. Við vitum öll að það er ekki hægt að taka orð til baka, og því bítum við stundum í tunguna á okkur eða höldum aftur af okkur. Slíkar aðgerðir geta gengið á sjálfsstjórnina og viljastyrkinn hjá okkur. Því lengur sem svoleiðis ástand varir í ágreiningi, þeim mun meiri líkur eru á því að þú gefist upp eða springir og segir allt það sem þú ætlaðir ekki að segja. Hér eru fimm leiðir til þess að auka sjálfsstjórn þína í erfiðum samtölum. 1) Veldu rétta tímann fyrir erfið samtöl. Oft höfum við meiri þolinmæði á morgnana, áður en við höfum þurft að taka mikið af ákvörðunum eða staðið frammi fyrir freistingum. 2) Erfitt samtal eða langar samningaviðræður fram undan? Kannaðu hvort þú getur skipt þeim upp í fleiri styttri samtöl. Það er ekki alltaf mögulegt en það getur verið hjálplegt að hugsa um „erfiða samtalið“ sem nokkur styttri samtöl heldur en eitthvað sem verður að leysa í eitt skipti fyrir öll. 3) Erfiður dagur? Taktu stöðuna áður en þú byrjar á erfiðu samtali sem kemur óvænt á borðið til þín. Það gæti verið árangursríkara að segja: „Við þurfum að tala um þetta og ég vil að við gerum það. En ekki núna. Ég er uppgefin(n) og mun ekki sýna mínar bestu hliðar í þessu samtali ef við tökum það núna.“ 4) Passaðu að vera ekki svöng/ svangur. Sjálfsstjórn þarfnast orku eins og hvað annað og ef við erum orkulaus erum við líka líklegri til þess að hafa minni þolinmæði í ágreiningi. 5) Leggðu þig. Orkuleysi getur líka stafað af þreytu og þá getur hjálpað að taka stuttan lúr.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun