Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2018 21:20 Teikning úr réttarsal. Manafort er þriðji frá vinstri. Vísir/AP Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. Kviðdómur komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu í hinum tíu liðunum. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Manafort væri sekur í sjö liðum er sneru að banka- og skattsvikum sem og einn sem sneri að því að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort lýsti sig saklausan af öllum ákærum, en hann var meðal annars ákærður fyrir peningaþvott og skattsvik. Þá var hann sakaður um að hafa þvegið meira en átján milljónir dollara, tæplega tvo milljarða íslenskra króna, til þess að kaupa fasteignir og þjónustu.Sjá einnig: Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Manafort er ákærður af saksóknara, en hann var á meðal þeirra fyrstu sem voru ákærðir í tengslum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hugsanlegum tengslum við framboð Donald Trump. Manafort, sem hefur meðal annars starfað að kosningabaráttu Ronald Reagan, George W. Bush og nú síðast sem kosningastjóri Donald Trump, brosti ekki þegar hann gekk úr dómsal en kinkaði kolli til eiginkonu sinnar sem sat í fremstu röð. Hún tjáði sig ekki við fjölmiðla þegar hún yfirgaf dómshúsið. Lögmaður Manafort, Richard Westling, hefur beðið dómarann um 30 daga til að áfrýja málinu og bíður dómarinn eftir viðbrögðum ákæruvaldsins við beiðni lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. Kviðdómur komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu í hinum tíu liðunum. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Manafort væri sekur í sjö liðum er sneru að banka- og skattsvikum sem og einn sem sneri að því að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort lýsti sig saklausan af öllum ákærum, en hann var meðal annars ákærður fyrir peningaþvott og skattsvik. Þá var hann sakaður um að hafa þvegið meira en átján milljónir dollara, tæplega tvo milljarða íslenskra króna, til þess að kaupa fasteignir og þjónustu.Sjá einnig: Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Manafort er ákærður af saksóknara, en hann var á meðal þeirra fyrstu sem voru ákærðir í tengslum við rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hugsanlegum tengslum við framboð Donald Trump. Manafort, sem hefur meðal annars starfað að kosningabaráttu Ronald Reagan, George W. Bush og nú síðast sem kosningastjóri Donald Trump, brosti ekki þegar hann gekk úr dómsal en kinkaði kolli til eiginkonu sinnar sem sat í fremstu röð. Hún tjáði sig ekki við fjölmiðla þegar hún yfirgaf dómshúsið. Lögmaður Manafort, Richard Westling, hefur beðið dómarann um 30 daga til að áfrýja málinu og bíður dómarinn eftir viðbrögðum ákæruvaldsins við beiðni lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. 18. maí 2018 06:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi tengdasonur aðstoðar við rannsókn á Manafort Fyrrverandi tengdasonur Paul Manafort, sem eitt sinn var kosningastjóri Donald Trump, er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara vestanhafs sem kveður á um samstarfsvilja hans í tengslum við rannsókn á meintum brotum Manafort. 18. maí 2018 07:50
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21