Fyrsta Persaflóastríðinu lauk fyrir 30 árum eftir tæplega átta ára stríðsátök Benedikt Bóas skrifar 20. ágúst 2018 05:00 Enn finnast jarðsprengjur úr stríðinu í landamærahéruðum. Nordicphotos/Getty Á þessum degi fyrir 30 árum, eða 20. ágúst 1988, var skrifað undir vopnahlé í fyrsta Persaflóastríðinu sem háð var milli Írans og Íraks. Stríðið stóð yfir í tæp átta ár eða frá því að Saddam Hussein, þáverandi forseti Íraks, lét her sinn ráðast inn í Íran þann 22. september 1980. Eftir byltingu klerkanna í Íran 1979 óttaðist Saddam að sítar í Írak myndu rísa upp gegn sér. Langvarandi landamæradeilur ríkjanna voru einnig undir. Íraska hernum gekk vel í byrjun en svo fór að halla undan fæti. Stríðið dróst á langinn án þess að víglínan færðist mikið úr stað. Stríðið einkenndist síðari árin af skotgrafahernaði. Írakar nutu stuðnings og vopna frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Frakklandi auk flestra arabaríkjanna. Íran var aftur á móti að stærstum hluta einangrað. Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um friðarumleitanir en talið er að um hálf milljón hermanna og svipaður fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið í stríðinu. Þegar stríðinu lauk höfðu landamæri ríkjanna ekkert breyst og hvorugur aðilinn greiddi stríðsskaðabætur. Saddam Hussein leiddi síðar hersveitir sínar inn í nágrannaríkið Kúvæt í ágúst 1990 og var það kveikjan að öðru Persaflóastríði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira
Á þessum degi fyrir 30 árum, eða 20. ágúst 1988, var skrifað undir vopnahlé í fyrsta Persaflóastríðinu sem háð var milli Írans og Íraks. Stríðið stóð yfir í tæp átta ár eða frá því að Saddam Hussein, þáverandi forseti Íraks, lét her sinn ráðast inn í Íran þann 22. september 1980. Eftir byltingu klerkanna í Íran 1979 óttaðist Saddam að sítar í Írak myndu rísa upp gegn sér. Langvarandi landamæradeilur ríkjanna voru einnig undir. Íraska hernum gekk vel í byrjun en svo fór að halla undan fæti. Stríðið dróst á langinn án þess að víglínan færðist mikið úr stað. Stríðið einkenndist síðari árin af skotgrafahernaði. Írakar nutu stuðnings og vopna frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Frakklandi auk flestra arabaríkjanna. Íran var aftur á móti að stærstum hluta einangrað. Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um friðarumleitanir en talið er að um hálf milljón hermanna og svipaður fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið í stríðinu. Þegar stríðinu lauk höfðu landamæri ríkjanna ekkert breyst og hvorugur aðilinn greiddi stríðsskaðabætur. Saddam Hussein leiddi síðar hersveitir sínar inn í nágrannaríkið Kúvæt í ágúst 1990 og var það kveikjan að öðru Persaflóastríði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira