Kulnun og maraþon Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar