Vilja að ríkið taki þátt í að bæta tjón af völdum skýstrókanna í Álftaveri Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 16:58 Tjónið af völdum strókanna einskorðaðist við bæinn Norðurhjáleigu. Sæunn Káradóttir Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk. Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón sem ábúendur á Norðurhjáleigu í Álftaveri urðu fyrir af völdum óvenjuöflugra skýstróka í síðustu viku. Náttúruhamfaratryggingar bæta ekki tjónið og Veðurstofan hefur ekki tækjabúnað til að spá fyrir um skýstróka.Þrír óvenjuöflugir skýstrókar ollu usla á bænum Norðurhjáleigu í Vestur-Skaftafellssýslu á föstudag. Þak rifnuðu af húsum og jeppi með kerru fauk út í skurð. Stærsti strókurinn feykti braki allt að kílómetra frá bænum. Náttúruhamfaratrygging Íslands, sem áður gekk undir nafninu Viðlagatrygging Íslands, bætir hins vegar ekki tjón af völdum skýstróka þar sem almennt tryggingafélög bjóða upp á foktryggingar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði Mbl.is í vikunni að lagabreytingu þyrfti til að náttúruhamfaratrygging næði yfir tjón af völdum skýstróka. Í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps í dag krefst hún þess að almannatryggingakerfið takið til endurskoðunar skilgreiningu á hvað teljist til náttúruhamfara vegna skýstrókanna. Þeir hafi verið af stærðargráðu sem ekki sé þekkt í sögulegu samhengi. „Það er alveg ljóst að atburður af þessu tagi getur gerst aftur hvar sem er á landinu og engin leið að spá fyrir um slíkt líkt og önnur veðurfyrirbrigði. Skýstrókar eru ófyrirsjáanlegir með öllu og hefur Veðurstofa Íslands enga möguleika á að gefa út viðvaranir vegna þeirra,“ Sveitarstjórnin fer því fram á að viðeigandi stofnanir í samvinnu við ríkið bæti tjón ábúendanna á Norðurhjáleigu.Fyrirsjáanlegir en ekki með tækjakosti Veðurstofunnar Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru nokkuð tíðir. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að í Bandaríkjunum séu tækjabúnaður og líkön sérstaklega hönnuð til að greina skýstróka. „Við höfum hins vegar ekkert slíkt hjá okkur,“ segir hún. Strókar sem þessir eru þó afar fátíðir á Íslandi. Elín Björk segir að Veðurstofan viti ekki til þess að svo mikið tjón hafi orðið af völdum þeirra. Aðeins sé grunur um eitt og tvö tilfelli síðustu öldina þar sem skýstrókar gætu hafa verið á ferðinni en það sé ekki staðfest. Til þess að geta spáð fyrir um skýstrókar þarf dýrar veðursjár. Elín Björk segir að Veðurstofan hafi reynt að fjölga þeim um landið enda myndu þær nýtast við allar veðurspár. Eftir sem áður yrði ólíklegt að hægt yrði að spá fyrir um skýstróka. „Það myndi aldrei vera nema heppni ef svona skýstrókur myndi myndast í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Þá er viðvörunartíminn kannski á bilinu tíu mínútur til tuttugu mínútur. Þú gerir ekkert nema að forða þér á þeim tíma,“ segir Elín Björk.
Skaftárhreppur Veður Tengdar fréttir Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00 Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku út aðstæður við Álftaver þar sem þrír óvenjuöflugir skýstrókar fóru yfir á föstudag. 28. ágúst 2018 17:00
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent