Herör gegn dónaskap í ráðhúsinu í Borgarnesi Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ráðhússstarfsmenn í Borgarnesi vilja ekki meiri dónaskap. Fréttablaðið/Pjetur Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir samskipti íbúa við starfsfólk sveitarfélagsins of oft á neikvæðum nótum þar sem hreytt er ónotum eða köpuryrðum að starfsmönnum sveitarfélagsins við skyldustörf. Mannauðsstjóra hefur verið falið að skrá niður slík tilvik innan sveitarfélagsins. Málið var tekið fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar. Í skýrslu sveitarstjóra kemur fram að hann telji þennan samskiptamáta íbúa við starfsfólk ólíðandi. Starfsmenn í afgreiðslu, einstaklingar sem síst eiga skilið óheflaða framkomu í sinn garð, verði því oft á tíðum fyrir neikvæðum samskiptum. Nú sé kominn tími til að skoða starfsumhverfi þessara einstaklinga. „Eitt þarf að fara sérstaklega yfir í sambandi við starfsumhverfi starfsfólks hér í ráðhúsinu. Það hefur komið of oft fyrir að starfsfólk ráðhússins verður fyrir óviðunandi framkomu einstaklinga þegar það er að sinna sínum vinnuskyldum hvort sem er að svara í símann, taka á móti erindum eða starfa á vettvangi sveitarfélagsins utandyra. Oft bitnar slíkt viðmót á þeim sem síst skyldi eins og starfsfólki í afgreiðslunni,“ segir í skýrslunni.Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Fréttablaðið/PjeturGunnlaugur segir þessi samskipti ekki einskorðuð við Borgarbyggð heldur sé þetta í fleiri sveitarfélögum. „Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast,“ segir hann. „Ég er ekkert að segja að þetta sé almennt eða viðvarandi. Þetta gerist bara of oft. Bæði verður starfsfólk fyrir óhefluðu orðavali og köpuryrðum þegar fólk sinnir erindum í ráðhúsinu en einnig þegar starfsfólk fer í úttektir og eitthvað því um líkt í sveitarfélaginu. Við þurfum að skoða þetta alvarlega.“ Með því að skrá tilvikin innan sveitarfélagsins er starfsfólki gert kleift að ræða um þessi samskipti. Markmiðið sé einnig að verja starfsumhverfi starfsfólks. „Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert,“ bætir Gunnlaugur við. „Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira