Sögð hafa svikið 30 milljónir af aldraðri frænku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2018 06:00 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri 10. september. Fréttablaðið/Pjetur Akureyrsk kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjársvik með því að hafa blekkt aldraða frænku sína til að láta sig hafa 30 milljónir króna. Lánið, sem átti að nota til húsnæðiskaupa, ætlaði konan að endurgreiða eftir þjá mánuði þegar hún hefði fengið greiðslumat og bankalán. Hún var bæði atvinnulaus og á örorkubótum. Aldraða konan á að hafa tekið peningana út í reiðufé og afhent frænku sinni í plastpoka. Peningana notaði konan meðal annars til að kaupa bifreið og tölvu. Í ákærunni segir að þegar gamla konan hafi farið að inna frænku sína eftir endurgreiðslu hafi sú síðarnefnda neitað að hafa tekið við fénu. Konan heimsótti aldraða frænku sína í kjölfarið, í fylgd móður sinnar, og fékk hana til að skrifa undir skuldayfirlýsingu um 30 milljóna vaxtalaust lán, veitt af fúsum og frjálsum vilja, og án upplýsinga um gjalddaga þess. „Með þessu atferli sveik ákærða út úr brotaþola nefnda fjárhæð vitandi um ómöguleika sinn að greiða fjárhæðina til baka og notaði sér andlegt og líkamlegt ástand brotaþola, hrekkleysi hennar og fákunnáttu í peningamálum til að afla sér þessara fjármuna með svikum,“ segir í ákæru. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra 10. september. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Akureyrsk kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjársvik með því að hafa blekkt aldraða frænku sína til að láta sig hafa 30 milljónir króna. Lánið, sem átti að nota til húsnæðiskaupa, ætlaði konan að endurgreiða eftir þjá mánuði þegar hún hefði fengið greiðslumat og bankalán. Hún var bæði atvinnulaus og á örorkubótum. Aldraða konan á að hafa tekið peningana út í reiðufé og afhent frænku sinni í plastpoka. Peningana notaði konan meðal annars til að kaupa bifreið og tölvu. Í ákærunni segir að þegar gamla konan hafi farið að inna frænku sína eftir endurgreiðslu hafi sú síðarnefnda neitað að hafa tekið við fénu. Konan heimsótti aldraða frænku sína í kjölfarið, í fylgd móður sinnar, og fékk hana til að skrifa undir skuldayfirlýsingu um 30 milljóna vaxtalaust lán, veitt af fúsum og frjálsum vilja, og án upplýsinga um gjalddaga þess. „Með þessu atferli sveik ákærða út úr brotaþola nefnda fjárhæð vitandi um ómöguleika sinn að greiða fjárhæðina til baka og notaði sér andlegt og líkamlegt ástand brotaþola, hrekkleysi hennar og fákunnáttu í peningamálum til að afla sér þessara fjármuna með svikum,“ segir í ákæru. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra 10. september.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira