Hefur hert eftirlit haft áhrif á framboð Airbnb? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar