Ótímabær umræða um fyrirgefningu, iðrun og yfirbót Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 5. september 2018 07:00 Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Heimspekingurinn Kathryn Norlock setur fram femíníska kenningu um fyrirgefninguna í bókinni „Forgiveness from a feminist perspective“. Kyn er lykilhugtak þegar kemur að því að rýna í hugtakið „fyrirgefning“ og Norlock færir fyrir því rök að það sé rík tilhneiging til að ætlast til fyrirgefningar af hendi kvenna, en mun síður karla, og að sáttfýsi og fúsleikinn til að fyrirgefa sé iðulega tengdur kvenleikanum. Þá bendir Norlock á að fyrirgefninguna verði alltaf að skoða út frá tengslum þeirra sem fyrirgefa og er fyrirgefið og að hefð sé fyrir því að horfa á fyrirgefninguna með augum heimspekingsins Kants, sem gerði ráð fyrir því að hún ætti sér stað á milli jafningja. Fyrirgefningin er hins vegar alltaf háð samhengi og valdatengslum og þar komum við aftur að kyninu þar sem sambönd okkar og valdastaða eru verulega háð því af hvaða kyni við erum. Það er því gagnslítið að ræða um fyrirgefninguna í tengslalausu tómarúmi. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði, hefur einmitt skrifað áhugaverða grein, „Að fyrirgefa ekki – gildi gremjunnar fyrir einstaklinga og samfélög“, þar sem hún bendir annars vegar á að sumt sé einfaldlega ófyrirgefanlegt og að í kristninni sé það aðeins Guð sem geti mögulega fyrirgefið hið ófyrirgefanlega. Hin kristna sýn er sú að það sé bara sá sem valdið hefur sem getur fyrirgefið. Það samrýmist því hvorki kristinni siðfræði né femínískri sýn á fyrirgefninguna að látið sé í veðri vaka að þolendur kynferðisofbeldis skuldi gerendum fyrirgefningu, eða nokkuð annað. Því vakti það talsverða undrun og jafnvel gremju, sem er víst ekki mjög dömuleg tilfinning, að lesa greinina „Nauðgunarmenningin“ eftir Bjarna Karlsson, prest og MA í kynlífssiðfræði, sem birtist í Fréttablaðinu 30. ágúst. Greinin fer ágætlega af stað og fjallar um stöðu kvenna og valdaleysi í samfélaginu, í samhengi við yfirráð karla, og leiðist svo út í umfjöllun um #metoo-byltinguna. Bjarni skriplar þó heldur betur á skötunni þegar hann endar greinina á því að fordæma það að fjallað sé um kynferðisbrotamenn í fjölmiðlum og kallar eftir því að samfélagið kunni skil á „iðrun, yfirbót og fyrirgefningu“ og segir svo að samfélag manna muni „ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“ Það er ekki alveg ljóst af skrifum Bjarna hverjir það eru sem eiga að iðrast, sýna yfirbót og fyrirgefa en svo virðist sem að það séu jafnvel blaðamenn og aðrir sem halda umræðu um kynferðisofbeldi og gerendur þess á lofti. Þetta er vægast sagt furðulegt niðurlag greinar sem hefst á umræðu um hvað allt sé að opnast, nú megi ræða kynferðisbrot og skila skömminni, bæði konur og karlar. En hvað svo? Má ekki tala um gerendur þessa sama ofbeldis nema þeir séu af lægri stéttum? Eigum við að hafa jafnvel enn meira umburðarlyndi þegar kemur að fólki sem treyst hefur verið fyrir valdi og ábyrgð yfir öðru fólki af stofnunum samfélagsins?Kristín I. ?Pálsdóttir f.h. ráðs ?RótarinnarForréttindablinda Það er ansi langt í að réttlætinu sé fullnægt gagnvart þolendum kynferðisofbeldis á Íslandi, og ótal gögn staðfesta það. Nægir þar að benda á tölfræði um sakfellingar í kynferðisbrotamálum, rannsóknir á forréttindablindu dómara, og annarra starfsmanna réttarkerfisins, og nýleg dæmi um sýknudóma sem ofbjóða réttlætistilfinningu þorra landsmanna. Ofbeldismenn axla alla jafna ekki ábyrgð á gjörðum sínum né játa sekt sína. Fátítt er að heyra um iðrun þeirra eða yfirbót. Aðeins eitt dæmi kemur t.d. upp í hugann um mann sem viðurkenndi að hafa nauðgað og þar sem slíkt er svo sjaldgæft vakti það heimsathygli. Á meðan staða mála er þannig að það komist í heimsfréttir ef kynferðisbrotamaður axlar ábyrgð á gjörðum sínum ættum við alls ekki að vera að ræða um fyrirgefninguna í þessu samhengi og það er spurning hvað hún á almennt mikið erindi í umræðu um kynferðisofbeldi. Til er saga um mann sem stolið var af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Yfirskrift Bjarna á grein sinni, „Nauðgunarmenningin“, kallar á nauðsyn þess að við beinum sjónum að þeim sem nauðga. Annars munum við búa við óbreytt ástand og þá var til lítils af stað farið með #MeToo. Þegar fólk hefur brotið gegn ákveðnum siðferðislegum viðmiðum samfélagsins er hreinlega ekki aftur snúið, það á ekki aftur erindi inn á ákveðin svið og þarf að haga lífi sínu í takt við það. Það fer best á því að styðja fólk í því að skilja að gjörðir hafa afleiðingar og ekki bara lagalegar. Ákveðnar brýr hafa brotnað og verða ekki aftur færar einstaklingum sem gerst hafa sekir um „hið ófyrirgefanlega“.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun