Egg í sömu körfu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig?
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun