Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 21:55 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fráfarandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24