Sæhrímnir og íslenskur fjármálamarkaður Katrín Júlíusdóttir skrifar 19. september 2018 09:00 Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun