Gámastíll og græðgisvæðing Magnús Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun