Krísufundir vegna Kavanaughs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 07:15 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47