Forystufé reynist bændum vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2018 19:45 „Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“ Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
„Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“
Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira