Þingmenn fræðast um notagildi núvitundar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 08:00 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
„Ég fékk kynningu á þessu verkefni í London á síðasta ári. Það var magnað að heyra hvernig Bretar eru að innleiða núvitund í heilbrigðiskerfið, menntakerfið og réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Nefndin fær í dag kynningu á þverpólitískri nefnd breska þingsins um núvitund. Það er Chris Ruane, þingmaður Verkamannaflokksins og annar af formönnum bresku nefndarinnar, sem mun hitta velferðarnefnd. „Það verður líka opinn fundur fyrir alla þingmenn á morgun og Chris mun líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar að kynna fyrir okkur hvernig Bretar hafa verið að gera þetta.“ segir Halldóra. Hún bendir líka á að Chris hafi verið að kenna breskum þingmönnum um núvitund. „Ég held að við hér á Alþingi hefðum líka gott af því.“ Halldóra segir að fyrir velferðarnefnd sé sérstaklega áhugavert að heyra hvernig núvitund sé notuð í heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðallega notað sem meðferðarúrræði en einnig fyrir starfsmenn heilbrigðiskerfisins.“ Fundinn í London á síðasta ári sátu líka fulltrúar fræðasamfélagsins. Þá var Jon Kabat-Zinn einnig á staðnum en hann er talinn frumkvöðull núvitundar á Vesturlöndum. „Við fengum að heyra margar áhugaverðar sögur. Meðal annars hvernig þessi úrræði hafa verið að hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í fangelsinu sem hjálpar þeim þegar þeir losna. Þarna var maður sem sagði frá sinni reynslu og hvernig þetta hjálpaði honum að komast út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur upp eitthvert mynstur og fólk nær snertingu við sig sjálft.“ Þá segir Halldóra að hægt sé að nota núvitund í menntakerfinu með því að ná til barna. „Það er mein í okkar samfélagi hvað neysluhyggjan og hraðinn er mikill. Svo hafa samfélagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk gefur sér aldrei tíma til að stoppa og fara í innri íhugun, skoða hvernig við tengjumst hvert öðru og náttúrunni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira