Refurinn gerir sig heimakominn á Urriðavelli Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 13:41 Svavar Geir segir að þau á Urriðavelli hafi orðið meira vör við ref þetta sumarið en oftast áður. Svavar Geir Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir Dýr Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Golfklúbburinn Oddur, sem á varnarþing á Urriðavelli sem er í Heiðmörk fyrir ofan Garðabæ, hefur auglýst laus pláss á sinni félagaskrá. Og það fylgdi svo þeirri sögu að í sumar hafi „nokkrir fallegir refir laumast í félagatalið og gert sig heimakomna og ef þeim fjölgar eitthvað þá gæti verið erfitt að komast að næsta sumar og því um að gera að skrá sig sem fyrst.“ Svavar Geir Svavarsson er skrifstofu- og markaðsstjóri klúbbsins og hann tók myndir af þessu fallega en umdeilda dýri. Að undanförnu hafa þeir séð talsvert mörg dýr á vellinum.Álykta mætti að refirnir fundi á þessum stað sem minnir á húsakynni Sameinuðu þjóðanna.Svavar Geir„Þeir eru voðalega líflegir. Það getur verið kyrrt og stillt hér á morgnana og þeir leika sér þá hér,“ segir Svavar Geir. Hann segir að þau hjá Oddi hafi orðið meira vör við refinn nú í sumar en oft áður. Þeir marka fótspor í bönkerana og grafa einnig eitt og annað matarkyns sem þeir komast yfir. Ekki er annað á Svavari Geir að heyra en þeir séu aufúsugestir. „Við viljum hafa sem mest dýralíf hér. Og viljum alls ekki láta lóga honum. En, hann ógnar reyndar rjúpunni. Hér er mikið af henni,“ segir Svavar Geir.Rakel segir rannsóknir Náttúrufræðistofnunar ekki benda til þess að refnum sé að fjölga.Rjúpan er friðuð á öllu Reykjanesi og hefur verið í áratugi. Því er ekki úr vegi að ætla að ref hafi fjölgað en hjá Náttúrufræðistofnun Íslands starfar Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur við verkefni sem stutt er af af Nýsköpunarsjóði námsmanna og hún segir svo ekki vera. Ekki samkvæmt síðustu talningu. „Við höfum einmitt verið að kortleggja útbreiðslu refs í kringum byggðina. Og þar sem byggðin er að færast meira út í þeirra heimasvæði er fólk farið að sjá miklu meira af þeim,“ segir Ragnheiður Rakel. Það er sem sagt svo að fólkið er að færa sig til refsins en ekki öfugt.Refirnir eru mest áberandi í morgunsárið þegar stillt er í Heiðmörk.Svavar Geir„Fólk sem er að leggja út æti fyrir hrafn og önnur dýr og þá sér refurinn það sem ókeypis máltíð. Gæti verið að lokka þá að. Ekki endilega að þeim sé að fjölga. Frekar að fólk verði meira vart við þá.“ Refastofninn er, að sögn Ragnheiðar, mjög stöðugur miðað við síðustu útreikninga. Refurinn er umdeilt dýr, og illa séður meðal bænda og annarra þeirra sem sjá hann sem skaðvald í öðru dýralífi.Hérna sést refur af flöt.Svavar Geir„Mér finnst þeir voðalega mikil krútt, finnst vænt um þá,“ segir Ragnheiður Rakel og vísar til rannsókna sinna á honum að undanförnu. Hún segir að refirnir á Urriðavelli, sem er staðsettur í næsta nágrenni við aðalstöðvar Náttúrufræðistofnunar í Garðabænum, sem getur að líta á meðfylgjandi myndum séu þrír yrðlingar og svo einn fullorðinn. Þess vegna eru þeir svona margir saman.Annar dekkri en hinn ljósari.Svavar GeirRefurinn er einfari að upplagi en stundum heldur tófan, eða kvendýrið, hópnum saman ef um er að ræða fjölskyldu. En, það snýr þá einkum að uppeldinu. „Þeir eru í Heiðmörk, við vitum það, og á þessu svæði. Costco-refurinn sem dæmi, þannig að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk verður vart við þá.“Refirnir hoppa og skoppa í hrauninu.Svavar Geir
Dýr Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira