Spá margra daga eymd vegna Florence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Margir gista nú í neyðarskýlum. Þessi fjölskylda hélt til í Conway High School í Suður-Karólínu í gær. Vísir/AP Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira