Spá margra daga eymd vegna Florence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Margir gista nú í neyðarskýlum. Þessi fjölskylda hélt til í Conway High School í Suður-Karólínu í gær. Vísir/AP Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira